Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. vísir/anton Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00