Að sá tortryggni og ala á óvild Þröstur Ólafsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Ég þurfti tvö tilhlaup til að átta mig á því hvað séra Gunnlaugur Stefánsson var að fara með grein sinni í Fbl. 24.7. sl. Sennilega háði mér þar greindarskortur, því mér tókst ekki að finna kjarnann. Boðskapur klerksins var þó sennilega sá að ófrægja sérfræðinga úr Reykjavík, þeir væru vitleysingar en heimamenn „sem deila kjörum með gæsinni“ séu þeir einu sem mark sé takandi á. Vonandi meinar klerkur þó hvorki að „heimamenn“ séu grasbítar né að skotleyfi verði gefið á þá eins og gæsina. En boðskapurinn var ekki eingöngu að vara við þekkingu, heldur ekki síður að gjalda varhug við því sem kæmi frá Reykjavík. Ef orðkynngi og ritbrögð hefðu verið tilþrifameiri, gæti þessi lesning verið eftir Boris Johnson, enskan lýðskrumara, sem segir allt illt koma frá Brussel og það sem þaðan komi skaðlegt bull og rangsnúningur „skrifstofumanna“. Heimamenn viti alltaf betur. Presturinn lýkur predikun dagsins með því að láta þess ógetið í greinarlok, að skrifstofumaðurinn Orri Vigfússon úr Reykjavík sé sá einstaklingur sem, nestaður af stórskotaliði fremstu sérfræðinga á heimsvísu, hefur barist harðast og markvissast gegn áformum um laxeldi í sjó og bent á rannsóknir og reynslu máli sínu til stuðnings. En það fellur ekki að boðskap Gunnlaugs um fjandsamlegt reykvískt skrifstofuvald – eins og Boris lék sér með býrókratana í Brussel. Uppskriftin er sú sama. Alið er á fordómum gegn þekkingu og áhrifum frá Reykjavík. Því miður segir reynsla mín, að ofgnótt sé af báðum þessum bábiljum hérlendis. Engum er til góðs að bæta í þann sarp. Mikilvægasta framlag okkar Hafi ég skilið guðsmanninn rétt, þá vildi hann með predikun sinni draga dár að og gera lítið úr þeim sem hafa talað fyrir endurheimt votlendis, telur það vaðfugladekur. Hann virðist ekki átta sig á því að málið snýst um mun stærra og alvarlegra svið en vaðfugla, þótt mikilvægir séu. Endurheimt votlendis snýst um eitt mikilvægasta framlag okkar til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum, sem munu gera jörðina óbyggilega, ef ekki verður brugðist hratt við. Því miður hef ég ekki undir höndum neina rökstudda greinargerð „heimamanna“ af gagnsleysi þess að endurheimta votlendi og verð því að reiða mig á rannsóknir sérfræðinga, sem m.a. búa í Reykjavík. Niðurstaða þar á bæ segir okkur að engin ein aðgerð í loftslagsmálum hérlendis sé árangursríkari til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum en endurheimt votlendis. Þeir segja að framræstir skurðir séu mesta einstaka uppspretta útblásturs kolefnis hérlendis. Jörðin hefur í aldaraðir safnað kolefni í jarðveginn ekki hvað síst í mýrum. Með framræslu þeirra opnist fyrir uppgufun þess út í andrúmsloftið sem auki á gróðurhúsaáhrifin. „Heimamenn“ um allt land hafa verið röskir við að framræsa. Láta mun nærri að búið sé að framræsa um 24 þús. km í mýrlendi, þar af sé aðeins um 4.000 km vegna túnræktar. Og enn er framræst. Mest af þessu framræsta landi liggur ónotað, þornar smám saman upp og blæs burtu, rýrir gæði jarðvegsins og eykur gróðurhúsaáhrifin. Ríkið hefur frá upphafi og fram á síðustu ár greitt kostnaðinn af þessari atvinnubótavinnu í gegnum búvörusamninga. Aukum skógrækt Ýmislegt bendir til þess að þjóðin sé að vakna til vitundar um þau alvarlegu áhrif sem óbreyttur útblástur gróðurhúsaefna mun hafa á mannlíf á jörðinni. Halldór Laxness skrifaði fræga grein 1970 um þessa tilgangslausu og skaðlegu framræslu. Greinin heitir: Hernaðurinn gegn landinu. Nú er þörf á að gera átak til að endurheimta votlendið, svo við getum náð settum markmiðum í loftlagsmálum, bætt gróðurfar og aukið fuglalíf. Þar mun ríkið óhjákvæmilega þurfa að koma að. Sennilega væri það í anda hugsunarháttar séra Gunnlaugs, að þessi hernaður hafi verið skipulagður af skrifstofumönnum landbúnaðarkerfisins í Reykjavík. Svo öflug eru samtök þjóðanna orðin að erfitt verður fyrir einstakar þjóðir að smokra sér undan ábyrgð í þessu máli. Við Íslendingar höfum þar skyldum að gegna, bæði vegna þeirrar ábyrgðar sem við berum á útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi, en einnig vegna hins að afkoma okkar verður sífellt meira háð ferðamennsku sem sækist eftir blómlegri náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Við höfum gengist undir ákveðin markmið með undirritun Parísarsamkomulagsins. Þeim verður trauðla náð nema með verulegu átaki í endurheimt votlendis og með aukinni skógrækt. Þannig erum við í þeirri öfundsverðu stöðu að geta áorkað miklu í loftlagsmálum á jákvæðan hátt sem um leið bætir gæði og fjölbreytni náttúru landsins og kallar á vinnufúsar hendur. Það eru forréttindi að geta leyst aðkallandi alvarleg vandamál með þeim hætti. Á báðum þessum sviðum munu „heimamenn“ gegna lykilhlutverki. Vilji er allt sem þarf. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þröstur Ólafsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þurfti tvö tilhlaup til að átta mig á því hvað séra Gunnlaugur Stefánsson var að fara með grein sinni í Fbl. 24.7. sl. Sennilega háði mér þar greindarskortur, því mér tókst ekki að finna kjarnann. Boðskapur klerksins var þó sennilega sá að ófrægja sérfræðinga úr Reykjavík, þeir væru vitleysingar en heimamenn „sem deila kjörum með gæsinni“ séu þeir einu sem mark sé takandi á. Vonandi meinar klerkur þó hvorki að „heimamenn“ séu grasbítar né að skotleyfi verði gefið á þá eins og gæsina. En boðskapurinn var ekki eingöngu að vara við þekkingu, heldur ekki síður að gjalda varhug við því sem kæmi frá Reykjavík. Ef orðkynngi og ritbrögð hefðu verið tilþrifameiri, gæti þessi lesning verið eftir Boris Johnson, enskan lýðskrumara, sem segir allt illt koma frá Brussel og það sem þaðan komi skaðlegt bull og rangsnúningur „skrifstofumanna“. Heimamenn viti alltaf betur. Presturinn lýkur predikun dagsins með því að láta þess ógetið í greinarlok, að skrifstofumaðurinn Orri Vigfússon úr Reykjavík sé sá einstaklingur sem, nestaður af stórskotaliði fremstu sérfræðinga á heimsvísu, hefur barist harðast og markvissast gegn áformum um laxeldi í sjó og bent á rannsóknir og reynslu máli sínu til stuðnings. En það fellur ekki að boðskap Gunnlaugs um fjandsamlegt reykvískt skrifstofuvald – eins og Boris lék sér með býrókratana í Brussel. Uppskriftin er sú sama. Alið er á fordómum gegn þekkingu og áhrifum frá Reykjavík. Því miður segir reynsla mín, að ofgnótt sé af báðum þessum bábiljum hérlendis. Engum er til góðs að bæta í þann sarp. Mikilvægasta framlag okkar Hafi ég skilið guðsmanninn rétt, þá vildi hann með predikun sinni draga dár að og gera lítið úr þeim sem hafa talað fyrir endurheimt votlendis, telur það vaðfugladekur. Hann virðist ekki átta sig á því að málið snýst um mun stærra og alvarlegra svið en vaðfugla, þótt mikilvægir séu. Endurheimt votlendis snýst um eitt mikilvægasta framlag okkar til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum, sem munu gera jörðina óbyggilega, ef ekki verður brugðist hratt við. Því miður hef ég ekki undir höndum neina rökstudda greinargerð „heimamanna“ af gagnsleysi þess að endurheimta votlendi og verð því að reiða mig á rannsóknir sérfræðinga, sem m.a. búa í Reykjavík. Niðurstaða þar á bæ segir okkur að engin ein aðgerð í loftslagsmálum hérlendis sé árangursríkari til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum en endurheimt votlendis. Þeir segja að framræstir skurðir séu mesta einstaka uppspretta útblásturs kolefnis hérlendis. Jörðin hefur í aldaraðir safnað kolefni í jarðveginn ekki hvað síst í mýrum. Með framræslu þeirra opnist fyrir uppgufun þess út í andrúmsloftið sem auki á gróðurhúsaáhrifin. „Heimamenn“ um allt land hafa verið röskir við að framræsa. Láta mun nærri að búið sé að framræsa um 24 þús. km í mýrlendi, þar af sé aðeins um 4.000 km vegna túnræktar. Og enn er framræst. Mest af þessu framræsta landi liggur ónotað, þornar smám saman upp og blæs burtu, rýrir gæði jarðvegsins og eykur gróðurhúsaáhrifin. Ríkið hefur frá upphafi og fram á síðustu ár greitt kostnaðinn af þessari atvinnubótavinnu í gegnum búvörusamninga. Aukum skógrækt Ýmislegt bendir til þess að þjóðin sé að vakna til vitundar um þau alvarlegu áhrif sem óbreyttur útblástur gróðurhúsaefna mun hafa á mannlíf á jörðinni. Halldór Laxness skrifaði fræga grein 1970 um þessa tilgangslausu og skaðlegu framræslu. Greinin heitir: Hernaðurinn gegn landinu. Nú er þörf á að gera átak til að endurheimta votlendið, svo við getum náð settum markmiðum í loftlagsmálum, bætt gróðurfar og aukið fuglalíf. Þar mun ríkið óhjákvæmilega þurfa að koma að. Sennilega væri það í anda hugsunarháttar séra Gunnlaugs, að þessi hernaður hafi verið skipulagður af skrifstofumönnum landbúnaðarkerfisins í Reykjavík. Svo öflug eru samtök þjóðanna orðin að erfitt verður fyrir einstakar þjóðir að smokra sér undan ábyrgð í þessu máli. Við Íslendingar höfum þar skyldum að gegna, bæði vegna þeirrar ábyrgðar sem við berum á útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi, en einnig vegna hins að afkoma okkar verður sífellt meira háð ferðamennsku sem sækist eftir blómlegri náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Við höfum gengist undir ákveðin markmið með undirritun Parísarsamkomulagsins. Þeim verður trauðla náð nema með verulegu átaki í endurheimt votlendis og með aukinni skógrækt. Þannig erum við í þeirri öfundsverðu stöðu að geta áorkað miklu í loftlagsmálum á jákvæðan hátt sem um leið bætir gæði og fjölbreytni náttúru landsins og kallar á vinnufúsar hendur. Það eru forréttindi að geta leyst aðkallandi alvarleg vandamál með þeim hætti. Á báðum þessum sviðum munu „heimamenn“ gegna lykilhlutverki. Vilji er allt sem þarf. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar