Fyrir mistök á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 13:08 Magnús Lyngdal Magnússon er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð. „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40