Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Eygló fagnar í lauginni í gær. vísir/anton brink Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira