Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun