Hringrök um kvótauppboð Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar