Haukur Logi vill leiða lista Framsóknarflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 13:52 Haukur Logi Karlsson Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs. Kosningar 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs.
Kosningar 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira