Haukur Logi vill leiða lista Framsóknarflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 13:52 Haukur Logi Karlsson Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs. Kosningar 2016 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs.
Kosningar 2016 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira