Phelps jafnaði 2.168 ára gamalt Ólympíumet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2016 10:30 Phelps er besti íþróttamaður allra tíma að margra mati. vísir/getty Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists. Phelps er sigursælasti Ólympíufari allra tíma með 21 gull í pokanum sínum. Þeim gæti síðan fjölgað í nótt. Alls á hann 25 verðlaun frá Ólympíuleikum en hann er minna í þvi að fá silfur og brons. Tólf af þessum gullum eru fyrir sigur í einstaklingskeppni og búið er að finna út þá stórkostlegu staðreynd að hann sé þar með búinn að jafna 2.168 ára gamalt met. Það met hefur verið í eigu Leonidas frá Rhodes en hann var mikill íþróttakappi á sínum tíma. Leonidas var spretthlaupari og átti enginn roð í hann.Phelps með enn eitt gullið.vísir/gettyHaldið er vel utan um öll gögn um sögu Ólympíuleikanna eins langt og hægt er. Á leikunum 164 fyrir Krist þá fór Leonidas mikinn. Þá vann hann spretthlaupið um leikvanginn en það var um 200 metra hlaup. Leonidas var líka fyrstur í tvöföldu hlaupi inn á vellinum. Hann vann einnig mjög sérstakt hlaup þar sem menn voru með hjálma og báru þungan skjöld til þess að gera hlaupið erfiðara. Leonidas vann aftur þrjú gull á leikunum 160 fyrir Krist sem og á næstu tveimur leikum eftir það. Bestur á fjórum leikum í röð rétt eins og Phelps. Leonidas hefur verið mikil stjarna á sínum tíma enda voru greinarnar hans með þeim vinsælustu. Það er aðdáunarvert að Leonidas hafi haldið þessu meti sínu í allan þennan tíma og áttu líklega fáir von á því að það yrði slegið. Nú eru líkur á því að hann missi það alfarið í hendur Michael Phelps frá Baltimore sem hefur tvö tækifæri í viðbót til þess að næla í annað gull. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30 Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30 Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18 Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists. Phelps er sigursælasti Ólympíufari allra tíma með 21 gull í pokanum sínum. Þeim gæti síðan fjölgað í nótt. Alls á hann 25 verðlaun frá Ólympíuleikum en hann er minna í þvi að fá silfur og brons. Tólf af þessum gullum eru fyrir sigur í einstaklingskeppni og búið er að finna út þá stórkostlegu staðreynd að hann sé þar með búinn að jafna 2.168 ára gamalt met. Það met hefur verið í eigu Leonidas frá Rhodes en hann var mikill íþróttakappi á sínum tíma. Leonidas var spretthlaupari og átti enginn roð í hann.Phelps með enn eitt gullið.vísir/gettyHaldið er vel utan um öll gögn um sögu Ólympíuleikanna eins langt og hægt er. Á leikunum 164 fyrir Krist þá fór Leonidas mikinn. Þá vann hann spretthlaupið um leikvanginn en það var um 200 metra hlaup. Leonidas var líka fyrstur í tvöföldu hlaupi inn á vellinum. Hann vann einnig mjög sérstakt hlaup þar sem menn voru með hjálma og báru þungan skjöld til þess að gera hlaupið erfiðara. Leonidas vann aftur þrjú gull á leikunum 160 fyrir Krist sem og á næstu tveimur leikum eftir það. Bestur á fjórum leikum í röð rétt eins og Phelps. Leonidas hefur verið mikil stjarna á sínum tíma enda voru greinarnar hans með þeim vinsælustu. Það er aðdáunarvert að Leonidas hafi haldið þessu meti sínu í allan þennan tíma og áttu líklega fáir von á því að það yrði slegið. Nú eru líkur á því að hann missi það alfarið í hendur Michael Phelps frá Baltimore sem hefur tvö tækifæri í viðbót til þess að næla í annað gull.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30 Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30 Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18 Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó. 10. ágúst 2016 14:30
Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil. 8. ágúst 2016 15:30
Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt. 10. ágúst 2016 09:18
Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund. 8. ágúst 2016 03:33