Um meintar rangfærslur Baldur Thorlacius og Páll Harðarson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar