Loforð Bjarna Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar