Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 13:30 Ulrik Wilbek var áður sjálfur með danska landsliðið. Hann er hér til vinstri. vísir/getty Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016 Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30