Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2016 20:00 Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason. Garðyrkja Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason.
Garðyrkja Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira