Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. ágúst 2016 07:00 Áhafnir flugvéla Icelandair fengu póst á dögunum þar sem greint var frá auknum veikindum meðal starfsmanna. Flugliðar hafa veikst um borð en að sögn flugliða sem Fréttablaðið ræddi við lýsa veikindin sér í svima og höfuðverk. vísir/björgvin Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira