Blómstrandi kvikmyndaiðnaður á Íslandi 24. ágúst 2016 10:00 Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar