Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 11:15 Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð. Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur Icelandair óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa vegna málsins en ekki er vitað hvað veldur.RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að Icelandair hafi sent áhöfnum félagsins bréf vegna málsins. Þar kemur fram að á hverjum tíma séu 400 áhafnameðlimir í loftinu á vegum Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir veikist. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að undanfarið hafi orðið vart við töluverða aukningu í tilkynningum um veikindi frá áhafnarmeðlimum í loftinu og því hafi verið gripið til aðgerða til þess að tryggja starfsumhverfi áhafnarmeðlima flugfélagsins. Í bréfinu sem sent var á áhafnir segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi verið fengin til að aðstoða flugfélagið með því að senda áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um að allt væri gert sem hægt væri til þess að komast að hvað væri að valda þessum veikindum og til þess að tryggja starfsumhverfi um borð í vélum Icelandair. Kemur fram í bréfinu að tæknideild félagsins hafi farið yfir viðhald vélanna og skipt um síur, loftstokka og mælt lofgæði á flugi svo dæmi séu tekin. Guðjón segir að það hafi verið gert til þess að athuga hvort að orsök veikindanna gæti verið tæknilegs eðlis. Þá sé það áberandi að tilkynningar um veikindi komi frekar frá yngra fólki sem unnið hefur skemur hjá flugfélaginu en þeim sem eru eldri og reyndari en Guðjón segist engar skýringar hafa á því hvað valdi því. Vinni flugfélagið að því greina mögulegar ástæður tilvikanna og tekinn hefur verið í notkun sérstakan loftsýnitökubúnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finnur fyrir vanlíðan um borð.
Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira