Og þér finnst það ekkert í góðu lagi Guðmundur Andri Thorson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Og skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ Þannig endaði Bubbi vel heppnað framlag sitt til tónleika Rásar tvö á menningarnótt eftir að hafa fengið unga og aldna til að syngja með sér: „Og þér finnst það í góðu lagi“ og allur Arnarhóll kyrjaði með alsæll yfir því að fá að vera með í svona góðu lagi.Kvótakerfið er skattheimta En kvótagreifarnir fá ekkert að vera með í þeim makindum. Því að kvótakerfið finnst okkur alls ekki vera í góðu lagi. Þetta er frekar einfalt: „skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar“. Skáldið og söngvarinn fangar það í orð sem svífur um í blænum ekki síst þegar sviðið er í þann veginn að fyllast af vörpulegum Vestfirðingum. Um hvað snýst kvótakerfið? Takmarkaðan aðgang að takmörkuðum gæðum. Það þurfti að draga úr ofveiði og það þurfti að hagræða í greininni eftir full rösklega uppbyggingu í kjölfar útfærslu landhelginnar þegar ekki var þingmaður með þingmönnum, að hann gæti ekki skaffað svo sem eins og einn skuttogara. En þess var ekki gætt að sú hagræðing yrði eins sársaukalítil og hægt væri og að samfélagið allt nyti góðs af þeirri hagræðingu. Um það var ekkert hirt. Kvótakerfið er hlið sem sumum er hleypt inn um, öðrum ekki. Og þeir sem fengu að fara inn selja hinum aðgang. Kvótakerfið er skattheimta nema andvirðið rennur ekki í sameiginlega sjóði landsmanna. Kvótakerfið og „frjáls“ viðskipti með réttinn til að nýta þjóðareignina hefur í för með sér frelsisskerðingu fyrir venjulegt fólk að sækja sjóinn nema með því að greiða skatt til kvótagreifa sem geyma svo þennan skatt af sameign þjóðarinnar í leynihólfum heimsins og nota hann til að kaupa sér forréttindi og séraðgang að því sem ætti að vera almannaeign – og að borga Davíð Oddssyni tvær milljónir á mánuði til að skrifa skringilegar greinar. Kvótakerfið hafði mikið að segja um bóluna á árunum upp úr aldamótum: Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja og veðsetja það sem þeir áttu ekki: fisk sem ekki var búið að veiða. Það er eins og ef ég, sem hef skrifað nokkrar bækur, rukkaði unga höfunda fyrir að fá að skrifa bók. Það væri nú ekki í góðu lagi.Enginn samfélagssáttmáli Það verður ekkert jafnvægi í þjóðarsálinni – og hvað þá í þjóðarbúskapnum – fyrr en þjóðin fær almennt þá tilfinningu að snúið hafi verið af braut þessarar einkaskattheimtu. Í kvótakerfinu er að finna undirrót hins eilífa ósættis sem ríkir hér á landi. Við gleðjumst yfir því þegar Gugga og Binni verða rík af útgerð og fiskvinnslu – en hví skyldum við samgleðjast þegar Mummi sonur þeirra selur kvótann sem bundinn er útgerð þeirra fyrir trilljónir út úr bænum og flytur til London að gerast þar gjálífismaður; skilur gamla plássið sitt eftir í sárum, fólkið sem sjóinn hafði sótt og fiskinn verkað, en geymir auð sinn á aflandseyjareikningi? Hvað er það nákvæmlega við framferði Mumma (sem við þekkjum af ótal sögum) sem ætti að vekja virðingu en ekki forakt? Þeir eru alltaf biðja um sátt ráðherrarnir (ljótt orð: það fyrsta sem íslensk yfirstétt gerði þegar við fengum heimastjórn 1904 var að breyta orðinu „ráðgjafi“ í „ráðherra“ – við ættum að breyta því aftur). Maður heyrir þá stundum kalla eftir því að hér sé gerður nokkurs konar samfélagssáttmáli um kaup og kjör, velferðarstig og tillitssemi hinna lægra launuðu við þörf hástéttanna fyrir ró og næði. Frið á vinnumarkaði. Jafnvægi. Hófsemi. Það er eins og ef maður í íbúð fyrir ofan mig væri með partílæti allar nætur en kæmi svo til mín og bæði mig að hafa ekki hátt, því hann langaði að fara að stunda jóga. Það fyndist manni nú ekki í góðu lagi. Það verður engin sátt fyrr en við fáum á tilfinninguna að afrakstrinum af þessari sameiginlegu auðlind sé skipt af réttlæti. Sem er að vísu vandmeðfarið hugtak – hugsjón en ekki ástand – og vei þeim stjórnmálamönnum sem telja sig vita hvar endastöð réttlætisins sé að finna – en það gæti til dæmis náð til þess að sanngjarn hluti af sjávarútvegsgróðanum renni til uppbyggingar í þeim byggðum sem lifað hafa af sjávarútvegi mann fram af manni en hafa af völdum þessa kerfis mátt sjá sjálfa lífsbjörgina hverfa í hendur braskara sem kaupa sér bílaumboð í Reykjavík í morgunmat. Það gæti til dæmis náð til þess að fólk fengi á tilfinninguna að sanngjarn hluti af arðinum af auðlindinni renni til þess að byggja upp innviði samfélagsins sem látnir hafa verið markvisst grotna niður af stjórnmálaarmi þeirra afla sem stefna að samfélagi þar sem þeir ríku geta keypt sér aðgang að sérþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Þetta er frekar einfalt. Það verður enginn friður, engin sátt, enginn sáttmáli fyrr en þann dag er hinn almenni Íslendingur getur horft á sjávarútveginn, alla þá miklu verðmætasköpun sem þar er, hugvitið allt og dugnaðinn, og fundið til örlítils votts af stolti, kinkað kolli með sjálfum sér og fundist það í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Og skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ Þannig endaði Bubbi vel heppnað framlag sitt til tónleika Rásar tvö á menningarnótt eftir að hafa fengið unga og aldna til að syngja með sér: „Og þér finnst það í góðu lagi“ og allur Arnarhóll kyrjaði með alsæll yfir því að fá að vera með í svona góðu lagi.Kvótakerfið er skattheimta En kvótagreifarnir fá ekkert að vera með í þeim makindum. Því að kvótakerfið finnst okkur alls ekki vera í góðu lagi. Þetta er frekar einfalt: „skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar“. Skáldið og söngvarinn fangar það í orð sem svífur um í blænum ekki síst þegar sviðið er í þann veginn að fyllast af vörpulegum Vestfirðingum. Um hvað snýst kvótakerfið? Takmarkaðan aðgang að takmörkuðum gæðum. Það þurfti að draga úr ofveiði og það þurfti að hagræða í greininni eftir full rösklega uppbyggingu í kjölfar útfærslu landhelginnar þegar ekki var þingmaður með þingmönnum, að hann gæti ekki skaffað svo sem eins og einn skuttogara. En þess var ekki gætt að sú hagræðing yrði eins sársaukalítil og hægt væri og að samfélagið allt nyti góðs af þeirri hagræðingu. Um það var ekkert hirt. Kvótakerfið er hlið sem sumum er hleypt inn um, öðrum ekki. Og þeir sem fengu að fara inn selja hinum aðgang. Kvótakerfið er skattheimta nema andvirðið rennur ekki í sameiginlega sjóði landsmanna. Kvótakerfið og „frjáls“ viðskipti með réttinn til að nýta þjóðareignina hefur í för með sér frelsisskerðingu fyrir venjulegt fólk að sækja sjóinn nema með því að greiða skatt til kvótagreifa sem geyma svo þennan skatt af sameign þjóðarinnar í leynihólfum heimsins og nota hann til að kaupa sér forréttindi og séraðgang að því sem ætti að vera almannaeign – og að borga Davíð Oddssyni tvær milljónir á mánuði til að skrifa skringilegar greinar. Kvótakerfið hafði mikið að segja um bóluna á árunum upp úr aldamótum: Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja og veðsetja það sem þeir áttu ekki: fisk sem ekki var búið að veiða. Það er eins og ef ég, sem hef skrifað nokkrar bækur, rukkaði unga höfunda fyrir að fá að skrifa bók. Það væri nú ekki í góðu lagi.Enginn samfélagssáttmáli Það verður ekkert jafnvægi í þjóðarsálinni – og hvað þá í þjóðarbúskapnum – fyrr en þjóðin fær almennt þá tilfinningu að snúið hafi verið af braut þessarar einkaskattheimtu. Í kvótakerfinu er að finna undirrót hins eilífa ósættis sem ríkir hér á landi. Við gleðjumst yfir því þegar Gugga og Binni verða rík af útgerð og fiskvinnslu – en hví skyldum við samgleðjast þegar Mummi sonur þeirra selur kvótann sem bundinn er útgerð þeirra fyrir trilljónir út úr bænum og flytur til London að gerast þar gjálífismaður; skilur gamla plássið sitt eftir í sárum, fólkið sem sjóinn hafði sótt og fiskinn verkað, en geymir auð sinn á aflandseyjareikningi? Hvað er það nákvæmlega við framferði Mumma (sem við þekkjum af ótal sögum) sem ætti að vekja virðingu en ekki forakt? Þeir eru alltaf biðja um sátt ráðherrarnir (ljótt orð: það fyrsta sem íslensk yfirstétt gerði þegar við fengum heimastjórn 1904 var að breyta orðinu „ráðgjafi“ í „ráðherra“ – við ættum að breyta því aftur). Maður heyrir þá stundum kalla eftir því að hér sé gerður nokkurs konar samfélagssáttmáli um kaup og kjör, velferðarstig og tillitssemi hinna lægra launuðu við þörf hástéttanna fyrir ró og næði. Frið á vinnumarkaði. Jafnvægi. Hófsemi. Það er eins og ef maður í íbúð fyrir ofan mig væri með partílæti allar nætur en kæmi svo til mín og bæði mig að hafa ekki hátt, því hann langaði að fara að stunda jóga. Það fyndist manni nú ekki í góðu lagi. Það verður engin sátt fyrr en við fáum á tilfinninguna að afrakstrinum af þessari sameiginlegu auðlind sé skipt af réttlæti. Sem er að vísu vandmeðfarið hugtak – hugsjón en ekki ástand – og vei þeim stjórnmálamönnum sem telja sig vita hvar endastöð réttlætisins sé að finna – en það gæti til dæmis náð til þess að sanngjarn hluti af sjávarútvegsgróðanum renni til uppbyggingar í þeim byggðum sem lifað hafa af sjávarútvegi mann fram af manni en hafa af völdum þessa kerfis mátt sjá sjálfa lífsbjörgina hverfa í hendur braskara sem kaupa sér bílaumboð í Reykjavík í morgunmat. Það gæti til dæmis náð til þess að fólk fengi á tilfinninguna að sanngjarn hluti af arðinum af auðlindinni renni til þess að byggja upp innviði samfélagsins sem látnir hafa verið markvisst grotna niður af stjórnmálaarmi þeirra afla sem stefna að samfélagi þar sem þeir ríku geta keypt sér aðgang að sérþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Þetta er frekar einfalt. Það verður enginn friður, engin sátt, enginn sáttmáli fyrr en þann dag er hinn almenni Íslendingur getur horft á sjávarútveginn, alla þá miklu verðmætasköpun sem þar er, hugvitið allt og dugnaðinn, og fundið til örlítils votts af stolti, kinkað kolli með sjálfum sér og fundist það í góðu lagi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun