Ártalið bjargar þér ekki Pawel Bartoszek skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar