Bara á Íslandi Logi Bergmann Eiðsson skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR!
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun