Hagsmunir sjúklinga ráði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun