Lítil trú á Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 08:00 Grótta hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár. vísir/andri marinó Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira