Hvers vegna Píratar? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 9. september 2016 09:46 Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun