Finnst engum þetta galið nema mér? Davíð Þorláksson skrifar 8. september 2016 21:02 Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun