Þegar þú ert að rísa úr öskunni er mikilvægt að anda ekki að sér Kári Stefánsson skrifar 9. september 2016 07:00 Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun