Missti af frelsisþögninni Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2016 07:00 Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun