Tryggjum áfram styrka hagstjórn Helga Ingólfsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Ágæti kjósandi. Framundan er prófkjör þar sem fram fer val fulltrúa á lista Sjálfstæðisflokkins fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig til þess að taka þátt í prófkjörinu og nýta þannig rétt þinn til þess að velja þá fulltrúa sem þú treystir best til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati er mikilvægasta verkefnið á komandi misserum að tryggja áframhaldandi styrka hagstjórn þar sem áhersla er lögð á jöfnuð og réttlæti með langtímahagsmuni hins almenna launþega í fyrirrúmi. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum. Síðustu þrú ár hef ég verið stjórnarmaður í VR, einu stærsta stéttarfélagi landsins, og er þar formaður jafnréttisnefndar félagsins. Kjaramál eru mér því hugleikin en sú láglaunastefna sem rekin er á Íslandi hugnast mér ekki. Ég vil sjá launastefnu sem drifin er áfram af arðsemi starfsgreina með það meginmarkmið að á Íslandi verði meðallaun hærri og dugi vel til framfærslu. Ennfremur vil ég beita mér fyrir því að jafnlaunastaðall verði innleiddur í opinberum rekstri til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá opinberum stofnunum. Ég tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Undanfarin 6 ár hef ég verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í störfum mínum öðlast víðtæka þekkingu á fjölmörgum málaflokkum sem snúa að hagsmunum íbúa og umhverfis. Ég er nú formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í Fjölskylduráði, formaður verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimils og formaður starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum. Ég gef kost á mér í 2.–4. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 10. september og óska eftir stuðningi þínum til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi. Framundan er prófkjör þar sem fram fer val fulltrúa á lista Sjálfstæðisflokkins fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig til þess að taka þátt í prófkjörinu og nýta þannig rétt þinn til þess að velja þá fulltrúa sem þú treystir best til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati er mikilvægasta verkefnið á komandi misserum að tryggja áframhaldandi styrka hagstjórn þar sem áhersla er lögð á jöfnuð og réttlæti með langtímahagsmuni hins almenna launþega í fyrirrúmi. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum. Síðustu þrú ár hef ég verið stjórnarmaður í VR, einu stærsta stéttarfélagi landsins, og er þar formaður jafnréttisnefndar félagsins. Kjaramál eru mér því hugleikin en sú láglaunastefna sem rekin er á Íslandi hugnast mér ekki. Ég vil sjá launastefnu sem drifin er áfram af arðsemi starfsgreina með það meginmarkmið að á Íslandi verði meðallaun hærri og dugi vel til framfærslu. Ennfremur vil ég beita mér fyrir því að jafnlaunastaðall verði innleiddur í opinberum rekstri til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá opinberum stofnunum. Ég tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Undanfarin 6 ár hef ég verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í störfum mínum öðlast víðtæka þekkingu á fjölmörgum málaflokkum sem snúa að hagsmunum íbúa og umhverfis. Ég er nú formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í Fjölskylduráði, formaður verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimils og formaður starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum. Ég gef kost á mér í 2.–4. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 10. september og óska eftir stuðningi þínum til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar