Áhyggjur af hríðversnandi rekstrarumhverfi fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 14:07 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira