Trump lofaði Pútín í hástert Atli ísleifsson skrifar 8. september 2016 08:27 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira