Píratar og Sjálfstæðisflokkur langstærstir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:44 Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira