Áfram, hærra með múmínálfum Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2016 20:00 Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40 Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu.
Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun