Lækkum vexti Eva Baldursdóttir skrifar 7. september 2016 10:00 Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun