Við viljum ekki verðhjöðnun og „gjaldmiðlafrið“ Lars Christensen skrifar 7. september 2016 09:30 Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar