Mótmæli gegn nautaati á Spáni Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2016 13:04 Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar