Deilan um vegginn heldur áfram - "Mexíkó mun ekki borga“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 12:45 Vísir/EPA/Getty Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira