Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. september 2016 11:23 Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Skjáskot Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson hafa kært andlát sonar síns til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kæran var lögð fram í gær. Sigríður og Karl sögðu frá fæðingu og andláti Nóa Hrafns í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Sigríður og Karl munu einnig krefjast skaða- og miskabóta úr hendi spítalans upp á tugi milljóna króna. Greint var frá kærunni í kvöldfréttum RÚV í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga á Landspítala, að spítalinn vinni nú að umbótum vegna málsins, til að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað aftur. „Þetta mál hefur gríðarlegar afleiðingar. Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir foreldrana og við á landspítalanum tökum þetta mál mjög alvarlega. Það er enginn sem vill að neitt af þessu tagi endurtaki sig og við höfum nú þegar lagt okkur mjög fram um að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig,” sagði Ólafur.Ráðist hefur verið í umbætur Aðspurður segir Ólafur að þegar hafi verið ráðist í umbætur vegna málsins. „Það hefur þegar verið ráðist í þá vinnu sem við leggjum þunga áherslu á. Sú vinna varðar bæði samskipti, samvinnu og ýmis konar tæknilausnir sem bæta eftirlit með fæðingum.“ Í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Ólafur að lagaramminn sé óskýr og orðalagið óljóst. Óskað hefur verið eftir því að breytingar verði gerðar á lögum og ákvæðið skýrt. Sú beiðni liggur nú á borði velferðarráðuneytisins. „Og það er því miður þannig að mál Nóa Hrafns var óskýrt í okkar huga, hvort við ættum að tilkynna það til lögreglunnar eða ekki, og það er þess vegna gríðarlega brýnt að þessari vinnu verði lokið sem allra first,” sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að ekki sé hægt að útiloka að aðstæður innan landspítalans hafi haft áhrif á mál Nóa Hrafns. Verkföll ljósmæðra og lækna voru þá nýafstaðin og mál hjúkrunarfræðings, sem síðar fór fyrir dómstóla, var þá til rannsóknar. „Það er aldrei hægt að útiloka slíkt. En við höfum svo sem engar sönnur fyrir því að svo hafi verið,“ sagði Ólafur.Alltaf eigi að kalla til lögreglu Birgir Jakobsson landlæknir segir að kalla eigi til lögreglu ef einhver deyr af óljósum ástæðum á Landspítalanum svo að ganga megi úr skugga um að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. „Hins vegar finnst mér að þegar það er óvissa um tilkynningaskyldu til lögreglu þá er betra að tilkynna oftar en sjaldnar. Það verður að leita af sér allan grun og það verður að gera það alveg í byrjun. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona hlutir séu tilkynntir strax til lögreglu,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson hafa kært andlát sonar síns til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kæran var lögð fram í gær. Sigríður og Karl sögðu frá fæðingu og andláti Nóa Hrafns í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Sigríður og Karl munu einnig krefjast skaða- og miskabóta úr hendi spítalans upp á tugi milljóna króna. Greint var frá kærunni í kvöldfréttum RÚV í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga á Landspítala, að spítalinn vinni nú að umbótum vegna málsins, til að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað aftur. „Þetta mál hefur gríðarlegar afleiðingar. Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir foreldrana og við á landspítalanum tökum þetta mál mjög alvarlega. Það er enginn sem vill að neitt af þessu tagi endurtaki sig og við höfum nú þegar lagt okkur mjög fram um að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig,” sagði Ólafur.Ráðist hefur verið í umbætur Aðspurður segir Ólafur að þegar hafi verið ráðist í umbætur vegna málsins. „Það hefur þegar verið ráðist í þá vinnu sem við leggjum þunga áherslu á. Sú vinna varðar bæði samskipti, samvinnu og ýmis konar tæknilausnir sem bæta eftirlit með fæðingum.“ Í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Ólafur að lagaramminn sé óskýr og orðalagið óljóst. Óskað hefur verið eftir því að breytingar verði gerðar á lögum og ákvæðið skýrt. Sú beiðni liggur nú á borði velferðarráðuneytisins. „Og það er því miður þannig að mál Nóa Hrafns var óskýrt í okkar huga, hvort við ættum að tilkynna það til lögreglunnar eða ekki, og það er þess vegna gríðarlega brýnt að þessari vinnu verði lokið sem allra first,” sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að ekki sé hægt að útiloka að aðstæður innan landspítalans hafi haft áhrif á mál Nóa Hrafns. Verkföll ljósmæðra og lækna voru þá nýafstaðin og mál hjúkrunarfræðings, sem síðar fór fyrir dómstóla, var þá til rannsóknar. „Það er aldrei hægt að útiloka slíkt. En við höfum svo sem engar sönnur fyrir því að svo hafi verið,“ sagði Ólafur.Alltaf eigi að kalla til lögreglu Birgir Jakobsson landlæknir segir að kalla eigi til lögreglu ef einhver deyr af óljósum ástæðum á Landspítalanum svo að ganga megi úr skugga um að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. „Hins vegar finnst mér að þegar það er óvissa um tilkynningaskyldu til lögreglu þá er betra að tilkynna oftar en sjaldnar. Það verður að leita af sér allan grun og það verður að gera það alveg í byrjun. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona hlutir séu tilkynntir strax til lögreglu,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
„Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02