Gullmulningsvélar heilbrigðisstjórnvalda Möltu Gunnar Ármannsson skrifar 1. september 2016 07:00 Í Fréttablaðinu þann 19. ágúst 2016 sýnir Ögmundur Jónasson okkur inn í hugarheim sinn. Þar er oft áhugavert um að litast því Ögmundur hefur skoðanir á mörgum hlutum og getur lagt rökræðunni lið um aðskiljanlegustu málefni. Í þessari grein, „Hættulegur heilsukokteill“, tekur hann til umfjöllunar sambúð einkareksturs og opinbers reksturs við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þeirri umræðu fagna ég og finnst sjálfsagt að þessi sambúð sé rædd hér á landi eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Mér finnst það samt ljóður á nálgun Ögmundar að hann geti ekki tekið þátt í rökræðunni án þess að tala niður til þeirra sem eru annarrar skoðunar en hann og kalla þá uppnefnum eða gera þeim upp annarlegar hvatir eða beinlínis væna þá um einhvers konar hugsýki. En vilji hann færa tungutak athugasemdakerfanna inn á síður dagblaðanna er það að sjálfsögðu hans val. Þessi umræða um sambúð einkareksturs og opinbers reksturs hefur átt sér stað í mörg ár. Bandaríkin og þjóðir Evrópu hafa farið mismunandi leiðir en þó virðist tilhneigingin vera sú að fleiri og fleiri ríki kjósa að blanda þessum leiðum saman í þeim tilgangi að reyna að sníða helstu agnúa af hvorri leið fyrir sig. T.d. benti Dr. Birgit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, á þetta í fyrirlestri sínum á ráðstefnu á vegum HR fyrir fáum árum. Hollenska leiðin Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum fóru hollensk stjórnvöld í mikla stefnumótun þar sem sú ákvörðun var tekin af pólitíkusum að setja nýjan og mjög skýran lagaramma utan um málaflokkinn. Niðurstaðan þar í landi varð sú að fela tryggingarfélögunum sambærilegt hlutverk og Sjúkratryggingum Íslands er falið hér á landi og er gert ráð fyrir að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar bjóði fram þá þjónustu sem til þarf. Það er síðan hlutverk tryggingarfélaganna að kaupa þá þjónustu sem best tryggir hagsmuni notendanna. Þetta kerfi hefur skilað Hollendingum 1. sæti í árlegri könnun Euro Health Index um gæði heilbrigðisþjónustu í Evrópu mörg undanfarin ár. Árið 2009 sat Ísland í 3. sæti þessa lista en er nú komið í 8. sæti listans. Möltuleiðin Maltverjar hafa, eins og margar aðrar Evrópuþjóðir, verið að glíma við aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu, auknar kröfur um þjónustu, hækkandi aldur þjóðarinnar, langa biðlista, skort á sjúkrarúmum og síðast en ekki síst baráttu við mönnunarvandann í heilbrigðisstéttum. Pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu tóku nýverið þá ákvörðun að bjóða einkaaðilum til samstarfs um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Möltu og er gert ráð fyrir umtalsverðri fjárfestingu þeirra í innviðum kerfisins. Þeir ákváðu að reyna að finna nýjar leiðir og nýta sér m.a. í því samhengi sífellda aukningu í heilsutúrisma. Þar horfa þeir m.a. til hjarta- og bæklunarvandamála. Tilgangur þeirra með þessari nálgun er að reyna að bregðast við framangreindum úrlausnarefnum og bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir eyjarskeggja og ekki síst til að geta haldið þjónustunni áfram gjaldfrjálsri fyrir íbúa Möltu. Maltverjar nálgast verkefnið með þeim hætti að þeir ætla að byggja nýtt 250 herbergja bráðasjúkrahús auk þess sem þeir ætla að endurnýja eldri spítala sem var aðalspítali Möltu til ársins 2007. Þar ætla þeir að vera með 220 sjúkrarúm þar sem áherslan verður á sérhæfða þjónustu fyrir hjarta-, bæklunar- og þvagfæravandamál. Þar til viðbótar gera þeir ráð fyrir 150 sjúkrarúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga. Þá ætla þeir að breyta einum af núverandi spítölum í 320 herbergja spítala sérstaklega fyrir aldraða. Að auki stendur til að byggja nýjan læknaskóla sem á að geta tekið við allt að 300 nemum og er það til viðbótar við fyrirhugaðan skóla fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsingum fjárfestanna gera þeir ráð fyrir að fjárfesting þeirra muni skapa yfir 1.000 störf á eyjunni. Niðurlag Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig verkefnið gengur hjá Möltubúum á næstu árum og sjálfsagt munu einhverjir geta dregið lærdóm af því hvernig til mun takast. En að minnsta kost má fullyrða að ólíkt hafast þeir að, pólitísku stefnumótendurnir á Möltu og á Íslandi. Ef Ögmundur Jónasson telur mig og mína líka, áhugamenn um samlíf opinbers reksturs og einkareksturs í heilbrigðisþjónustu, líkt þenkjandi og pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu þá kann ég þeim samanburði vel. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 19. ágúst 2016 sýnir Ögmundur Jónasson okkur inn í hugarheim sinn. Þar er oft áhugavert um að litast því Ögmundur hefur skoðanir á mörgum hlutum og getur lagt rökræðunni lið um aðskiljanlegustu málefni. Í þessari grein, „Hættulegur heilsukokteill“, tekur hann til umfjöllunar sambúð einkareksturs og opinbers reksturs við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þeirri umræðu fagna ég og finnst sjálfsagt að þessi sambúð sé rædd hér á landi eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Mér finnst það samt ljóður á nálgun Ögmundar að hann geti ekki tekið þátt í rökræðunni án þess að tala niður til þeirra sem eru annarrar skoðunar en hann og kalla þá uppnefnum eða gera þeim upp annarlegar hvatir eða beinlínis væna þá um einhvers konar hugsýki. En vilji hann færa tungutak athugasemdakerfanna inn á síður dagblaðanna er það að sjálfsögðu hans val. Þessi umræða um sambúð einkareksturs og opinbers reksturs hefur átt sér stað í mörg ár. Bandaríkin og þjóðir Evrópu hafa farið mismunandi leiðir en þó virðist tilhneigingin vera sú að fleiri og fleiri ríki kjósa að blanda þessum leiðum saman í þeim tilgangi að reyna að sníða helstu agnúa af hvorri leið fyrir sig. T.d. benti Dr. Birgit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, á þetta í fyrirlestri sínum á ráðstefnu á vegum HR fyrir fáum árum. Hollenska leiðin Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum fóru hollensk stjórnvöld í mikla stefnumótun þar sem sú ákvörðun var tekin af pólitíkusum að setja nýjan og mjög skýran lagaramma utan um málaflokkinn. Niðurstaðan þar í landi varð sú að fela tryggingarfélögunum sambærilegt hlutverk og Sjúkratryggingum Íslands er falið hér á landi og er gert ráð fyrir að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar bjóði fram þá þjónustu sem til þarf. Það er síðan hlutverk tryggingarfélaganna að kaupa þá þjónustu sem best tryggir hagsmuni notendanna. Þetta kerfi hefur skilað Hollendingum 1. sæti í árlegri könnun Euro Health Index um gæði heilbrigðisþjónustu í Evrópu mörg undanfarin ár. Árið 2009 sat Ísland í 3. sæti þessa lista en er nú komið í 8. sæti listans. Möltuleiðin Maltverjar hafa, eins og margar aðrar Evrópuþjóðir, verið að glíma við aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu, auknar kröfur um þjónustu, hækkandi aldur þjóðarinnar, langa biðlista, skort á sjúkrarúmum og síðast en ekki síst baráttu við mönnunarvandann í heilbrigðisstéttum. Pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu tóku nýverið þá ákvörðun að bjóða einkaaðilum til samstarfs um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Möltu og er gert ráð fyrir umtalsverðri fjárfestingu þeirra í innviðum kerfisins. Þeir ákváðu að reyna að finna nýjar leiðir og nýta sér m.a. í því samhengi sífellda aukningu í heilsutúrisma. Þar horfa þeir m.a. til hjarta- og bæklunarvandamála. Tilgangur þeirra með þessari nálgun er að reyna að bregðast við framangreindum úrlausnarefnum og bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir eyjarskeggja og ekki síst til að geta haldið þjónustunni áfram gjaldfrjálsri fyrir íbúa Möltu. Maltverjar nálgast verkefnið með þeim hætti að þeir ætla að byggja nýtt 250 herbergja bráðasjúkrahús auk þess sem þeir ætla að endurnýja eldri spítala sem var aðalspítali Möltu til ársins 2007. Þar ætla þeir að vera með 220 sjúkrarúm þar sem áherslan verður á sérhæfða þjónustu fyrir hjarta-, bæklunar- og þvagfæravandamál. Þar til viðbótar gera þeir ráð fyrir 150 sjúkrarúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga. Þá ætla þeir að breyta einum af núverandi spítölum í 320 herbergja spítala sérstaklega fyrir aldraða. Að auki stendur til að byggja nýjan læknaskóla sem á að geta tekið við allt að 300 nemum og er það til viðbótar við fyrirhugaðan skóla fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsingum fjárfestanna gera þeir ráð fyrir að fjárfesting þeirra muni skapa yfir 1.000 störf á eyjunni. Niðurlag Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig verkefnið gengur hjá Möltubúum á næstu árum og sjálfsagt munu einhverjir geta dregið lærdóm af því hvernig til mun takast. En að minnsta kost má fullyrða að ólíkt hafast þeir að, pólitísku stefnumótendurnir á Möltu og á Íslandi. Ef Ögmundur Jónasson telur mig og mína líka, áhugamenn um samlíf opinbers reksturs og einkareksturs í heilbrigðisþjónustu, líkt þenkjandi og pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu þá kann ég þeim samanburði vel. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun