Eyrað við jörðina: ekki nóg, ekki nóg – Hvatning til Bjarna Benediktssonar Kári Stefánsson skrifar 1. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, hæstvirtur fjármálaráðherra, það er ljóst að þú og þínir tóku grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn var sem hvassa gagnrýni á þína persónu og hana ósanngjarna. Þetta er skiljanlegt vegna þess að ég nýtti þig kannski um of sem hluta fyrir heild, í gagnrýni minni á það hversu erfitt það reynist ráðamönnum lands og borgar að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. Þeir erfiðleikar eru því miður ekki takmarkaðir við þig eða þinn flokk; ef svo væri gætum við einfaldlega leyst vandamálið með því að kjósa hvern sem er af hinum. Staðreyndin er hins vegar sú að vandamálið hefur yfirbugað fulltrúa allra flokka, nokkurn veginn að sama marki. Því bið ég þig afsökunar, ekki á því sem ég sagði um þig, vegna þess að það er allt meira og minna satt, heldur á því að ég skyldi hafa þig einan í mynd í stað þess að láta sjást í aðra. Ég hefði til dæmis átt að sýna félagshyggjutröllið og borgarstjórann hann Dag B. Eggertsson sem ríkir í umboði Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokksins: Grunnskólar borgarinnar eru þær stofnanir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunnskólunum sem börnin eru mótanlegust og móttækilegust fyrir hollum áhrifum. Góður grunnskóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Grunnskólar Reykjavíkur eru hins vegar illa mannaðir og sveltir af fé að því marki að skólastjórar þeirra hafa mótmælt svo kröftuglega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylting. Og svo eru það leikskólarnir þar sem gullin okkar og gimsteinar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heimilis og undir umsjón vandalausra. Leikskólar Reykjavíkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börnunum fyrir almennilegum mat. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, sættir sig við að leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn, til dæmis. Þetta er allt spurning um forgangsröð og staða grunnskólanna og leikskólanna í þeirri röð er í engu samræmi við vilja fólksins í borginni. Það er alltaf þrautin þyngri að skilja Dag þegar hann tjáir sig munnlega, en þegar hann svaraði fyrir gagnrýni á ástand skólanna í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu á þriðjudaginn held ég að hann hafi sagt að hún væri ósanngjörn og að það væri búið að laga flest sem laga þyrfti. Hún er svo rótgróin þessi tilhneiging stjórnmálamanna til þess að finnast gagnrýni fólksins sem kaus þá ósanngjörn og að takast á við vandamál með því að reyna að tala þau burt. Bjarni, einmitt þessi tilhneiging glumdi í eyrum manna þegar þú svaraðir gagnrýninni í Morgunblaðsgreininni minni í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar á mánudaginn. Þú sagðir meðal annars að:1. Það hafi verið óábyrgt af mér og rúmlega 86 þúsund öðrum Íslendingum að krefjast þess að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. Þarna er um að ræða órökstudda fullyrðingu, sem er í eðli sínu bara skoðun. Krafan um ellefu prósentin er metnaðarfull fyrir hönd heilbrigðiskerfisins en alls ekki úr takti við það sem gerist víða annars staðar í heiminum, meðal þjóða sem eru mun fjölmennari en við og geta því að öllum líkindum hagrætt meira í heilbrigðiskerfum sínum. Ég held því fram að krafan sé skynsamleg og í samræmi við vilja fólksins í landinu, en það er líka bara órökstudd skoðun og bendir til þess að við séum ekki sammála um allt.2. Ríkisstjórnin hafi byrjað að taka á greiðsluþátttökuvanda sjúklinga á þessu ári. Í þessu felst örlítill sannleikur en fjallvaxin lygi. Greiðsluþátttaka sjúklinga skilar enn 30 milljörðum á ári og er ábyrg fyrir því að menn fresta nauðsynlegum aðgerðum og kaupa ekki lyfin sín í lok mánaðar. Í þessu felst ójafnræði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem ég veit að þér þykir óásættanlegt eins og okkur hinum.3. Þú sagðir að með fjáraukalögum yrði skuldahalinn klipptur af Landspítalanum og gafst í skyn að að líta bæri á það sem aukinn fjárstuðning. Það væri eingöngu verið að færa fé af bókum Spítalans sem þegar er búið að eyða og væri því ekki gjörningur sem gerði honum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Hann yrði eftir sem áður illa fjármagnaður og ekki í stakk búinn til þess að þjóna okkur sem skyldi. Það var ekkert í því sem þú sagðir í þessu útvarpsviðtali sem bendir til þess að ég hafi haft rangt fyrir mér í Morgunblaðsgreininni, þegar ég sagði að þú ætlaðir greinilega ekki að hrinda þeim vilja þínum í framkvæmd að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Þér hefur hins vegar sjálfsagt tekist að vekja efa í huga sumra um að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að þú vildir einlæglega að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það sé þinn vilji. Ég er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur. Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum. Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, hæstvirtur fjármálaráðherra, það er ljóst að þú og þínir tóku grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn var sem hvassa gagnrýni á þína persónu og hana ósanngjarna. Þetta er skiljanlegt vegna þess að ég nýtti þig kannski um of sem hluta fyrir heild, í gagnrýni minni á það hversu erfitt það reynist ráðamönnum lands og borgar að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. Þeir erfiðleikar eru því miður ekki takmarkaðir við þig eða þinn flokk; ef svo væri gætum við einfaldlega leyst vandamálið með því að kjósa hvern sem er af hinum. Staðreyndin er hins vegar sú að vandamálið hefur yfirbugað fulltrúa allra flokka, nokkurn veginn að sama marki. Því bið ég þig afsökunar, ekki á því sem ég sagði um þig, vegna þess að það er allt meira og minna satt, heldur á því að ég skyldi hafa þig einan í mynd í stað þess að láta sjást í aðra. Ég hefði til dæmis átt að sýna félagshyggjutröllið og borgarstjórann hann Dag B. Eggertsson sem ríkir í umboði Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokksins: Grunnskólar borgarinnar eru þær stofnanir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunnskólunum sem börnin eru mótanlegust og móttækilegust fyrir hollum áhrifum. Góður grunnskóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Grunnskólar Reykjavíkur eru hins vegar illa mannaðir og sveltir af fé að því marki að skólastjórar þeirra hafa mótmælt svo kröftuglega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylting. Og svo eru það leikskólarnir þar sem gullin okkar og gimsteinar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heimilis og undir umsjón vandalausra. Leikskólar Reykjavíkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börnunum fyrir almennilegum mat. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, sættir sig við að leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn, til dæmis. Þetta er allt spurning um forgangsröð og staða grunnskólanna og leikskólanna í þeirri röð er í engu samræmi við vilja fólksins í borginni. Það er alltaf þrautin þyngri að skilja Dag þegar hann tjáir sig munnlega, en þegar hann svaraði fyrir gagnrýni á ástand skólanna í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu á þriðjudaginn held ég að hann hafi sagt að hún væri ósanngjörn og að það væri búið að laga flest sem laga þyrfti. Hún er svo rótgróin þessi tilhneiging stjórnmálamanna til þess að finnast gagnrýni fólksins sem kaus þá ósanngjörn og að takast á við vandamál með því að reyna að tala þau burt. Bjarni, einmitt þessi tilhneiging glumdi í eyrum manna þegar þú svaraðir gagnrýninni í Morgunblaðsgreininni minni í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar á mánudaginn. Þú sagðir meðal annars að:1. Það hafi verið óábyrgt af mér og rúmlega 86 þúsund öðrum Íslendingum að krefjast þess að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. Þarna er um að ræða órökstudda fullyrðingu, sem er í eðli sínu bara skoðun. Krafan um ellefu prósentin er metnaðarfull fyrir hönd heilbrigðiskerfisins en alls ekki úr takti við það sem gerist víða annars staðar í heiminum, meðal þjóða sem eru mun fjölmennari en við og geta því að öllum líkindum hagrætt meira í heilbrigðiskerfum sínum. Ég held því fram að krafan sé skynsamleg og í samræmi við vilja fólksins í landinu, en það er líka bara órökstudd skoðun og bendir til þess að við séum ekki sammála um allt.2. Ríkisstjórnin hafi byrjað að taka á greiðsluþátttökuvanda sjúklinga á þessu ári. Í þessu felst örlítill sannleikur en fjallvaxin lygi. Greiðsluþátttaka sjúklinga skilar enn 30 milljörðum á ári og er ábyrg fyrir því að menn fresta nauðsynlegum aðgerðum og kaupa ekki lyfin sín í lok mánaðar. Í þessu felst ójafnræði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem ég veit að þér þykir óásættanlegt eins og okkur hinum.3. Þú sagðir að með fjáraukalögum yrði skuldahalinn klipptur af Landspítalanum og gafst í skyn að að líta bæri á það sem aukinn fjárstuðning. Það væri eingöngu verið að færa fé af bókum Spítalans sem þegar er búið að eyða og væri því ekki gjörningur sem gerði honum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Hann yrði eftir sem áður illa fjármagnaður og ekki í stakk búinn til þess að þjóna okkur sem skyldi. Það var ekkert í því sem þú sagðir í þessu útvarpsviðtali sem bendir til þess að ég hafi haft rangt fyrir mér í Morgunblaðsgreininni, þegar ég sagði að þú ætlaðir greinilega ekki að hrinda þeim vilja þínum í framkvæmd að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Þér hefur hins vegar sjálfsagt tekist að vekja efa í huga sumra um að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að þú vildir einlæglega að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það sé þinn vilji. Ég er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur. Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum. Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun