Fagfólk getur skipt sköpum Almar Guðmundsson skrifar 1. september 2016 07:00 Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun