Fagfólk getur skipt sköpum Almar Guðmundsson skrifar 1. september 2016 07:00 Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar