Að byggja til framtíðar Aron Leví Beck skrifar 19. september 2016 09:36 Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar