Píratar þrefaldir í stjórnarmyndunarviðræðum Ásgeir Erlendsson skrifar 17. september 2016 21:45 Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10
Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30