Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 15:21 Forseti Íslands var gestur fréttastofu Channel 4 í Bretlandi. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00