Vildu þeir Lilju kveðið hafa Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 14. september 2016 09:46 Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun