Aukin gæði í ferðaþjónustu Logi Einarsson skrifar 14. september 2016 09:00 Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar