Veikindi Clinton gefa samsæriskenningum um heilsu hennar byr undir báða vængi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2016 14:30 Aðsvif Clinton á minningarathöfn í New York þykir hafa komið á versta tíma. Vísir/Getty Aðsvif Hillary Clinton á sérstakri minningarathöfn í New York um helgina hefur vakið mikla athygli víða um heim. Lítill en hávær hópur fjölmiðla og áhrifamikla stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa undanfarnar vikur og mánuði haldið á lofti samsæriskenningum um meint heilsuleysi hinnar 68 ára gömlu Clinton. Hingað til hefur verið auðvelt fyrir hana að bægja slíkum ásökunum frá sér en helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja nú að óumflýjanlegt sé að heilsa hennar verði eitt af stóru málum kosningabaráttunnar sem er að detta á lokasprettinn.Sjá einnig: Hillary fékk aðsvif á minningarathöfn Þessi litli hópur fjölmiðla og fjölmiðlamanna, margir hverjir tengdir hinni svokölluðu Alt-Right hreyfingu hafa á undanförnum vikum og mánuðum velt sér uppi úr hverjum hósta Clinton og sáð þeim fræjum að hún sé of heilsuveil til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Undir þetta hefur Donald Trump tekið og rætt ítrekað um á kosningafundum sínum.Eyddu viku í að ræða hvað gæti verið að hrjá Clinton Til þess að sýna fram á heilsuveilu Clinton hafa ýmis „sönnunargögn“ verið verið sett fram og ber þar helst að nefna hóstakast Clinton á samkomu stuðningsmanna sinna, myndir af henni þar sem sést að hún fær hjálp við að labba upp stiga og svona mætti lengi telja. Þáttastjórnandinn Sean Hannity á Fox News sjónvarpsstöðinni eyddi meðal annars heilli viku í að greina, ásamt hópi lækna, hvað gæti mögulega verið að hrjá Clinton.Síður á borð við Snopes.com og Politifact sem sérhæfa sig í að kanna slíkra staðhæfingar hafa skoðað staðhæfingarnar um heilsu Clinton og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í þeim. Hingað til hafa þeir fjölmiðlar sem segja má að séu í meginstraumi bandarískrar fjölmiðlaumfjöllunar ekki fjallað mikið um þessi meintu veikindi Clinton og þá helst aðeins þegar Donald Trump, mótframbjóðandi Clinton, hefur tekið undir þær og gefið í skyn að Clinton sé ekki hæf til þess að vera forseti vegna heilsu sinnar.Sjá einnig: Clinton greind með lungnabólgu Þangað til nú en eftir að Clinton fékk aðsvif á minningarathöfn hafa allir helstu fjölmiðlar velt því fyrir sér hvaða áhrif veikindi Clinton, en hún var greind með lungnabólgu, muni hafa á framhald kosningabaráttunnar.Kemur á versta tíma Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að með aðsvifi Clinton hafi þessar samsæriskenningar skyndilega orðið að alvöru spursmáli í kosningabaráttunni og að skyndilega hafi staða hennar veikst á lykiltímapunkti í baráttunni en fyrstu kappræðurnar fara fram eftir tvær vikur. Tekið er í sama streng í umfjöllun Washington Post þar sem segir að útilokað sé fyrir Clinton og starfsmenn hennar að gera lítið úr ásökunum um heilsuleysi Clinton eftir aðsvifið í gær. Hafa bæði hún og starfsmenn hennar verið dugleg við að gera grín að þessum samsæriskenningum líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Aðsvifið komi því á versta tíma þar sem hingað til hafi ásakanirnar að mestu leyti verið innihaldslausar samsæriskenningar sem muni nú fá byr undir báða vængi.Sjá einnig: Ellefu fylkja slagurinn Umfjöllun fréttastofu AP er á sömu nótum og þar er því haldið fram að ekki sé lengur hægt að gera lítið úr ásökunum Trump um heilsuleysi Clinton. Þar er einnig bent á að Clinton muni nú eiga erfiðara með að sannfæra kjósendur um hún geti tekist á við þær líkamlegu kröfur sem felist óhjákvæmilega í því að gegna því starfi sem gjarnan er sagt vera það mest krefjandi í heiminum.Þá er einnig bent á að aðsviðið hafi átt sér stað á minningarathöfn um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Minningarathöfnin hafi verið afar mikilvægur viðburður með fjölda áhorfenda og mikilli umfjöllun en einn helsti kjarni gagnrýni Trump á Clinton er að hún hafi ekki úthaldið til þess að endast á stórum viðburðum líkt og hann sjálfur.Clinton enn sigurstranglegust Blaðamaður Washington Post bendir einnig á að afar langur tími hafi liðið þangað til Clinton var keyrð í burtu af vettvangi þangað til eitthvað heyrðist frá starfsmönnum hennar um hvað hafi orðið til þess að drífa þurfti Clinton af vettvangi. Þetta sé ekki líklegt til þess að auka traust almennings á henni. Sjá einnig: Trump skýst fram úr Clinton Að lokum er þó bent á að vel geti verið að Clinton þjáist aðeins af lungnabólgu og að ekkert stórvægilegt sé að heilsu hennar. Ekki sé þó óeðlilegt að hinn almenni kjósandi muni nú taka heilsu hennar með í reikninginn á kjördagm, eitthvað sem hann hefði síður gert ef veikindi Clinton hefðu ekki komist í hið almenna sviðsljós líkt og nú. Samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru enn yfirgnæfandi líkur á því að Clinton standi uppi sem sigurvegari í kosningunum sem fram fara í nóvember. Trump hefur þó verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og afar fróðlegt verður að sjá hvort að aðsvif Clinton og spurningar um heilsu hennar muni hafa áhrif á skoðanakönnunum næstu daga.Sigurlíkurnar byggðar á sérstöku reiknilíkani. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary fékk aðsvif á minningarathöfn Myndband náðist af því þegar hjálpa þurfti forsetaframbjóðanda demókrata inn í bíl sinn eftir að hún fékk aðsvif. 11. september 2016 20:07 Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00 Clinton greind með lungnabólgu Læknir Clinton hefur staðfest fregnirnar við fjölmiðla. 11. september 2016 22:24 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Aðsvif Hillary Clinton á sérstakri minningarathöfn í New York um helgina hefur vakið mikla athygli víða um heim. Lítill en hávær hópur fjölmiðla og áhrifamikla stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa undanfarnar vikur og mánuði haldið á lofti samsæriskenningum um meint heilsuleysi hinnar 68 ára gömlu Clinton. Hingað til hefur verið auðvelt fyrir hana að bægja slíkum ásökunum frá sér en helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja nú að óumflýjanlegt sé að heilsa hennar verði eitt af stóru málum kosningabaráttunnar sem er að detta á lokasprettinn.Sjá einnig: Hillary fékk aðsvif á minningarathöfn Þessi litli hópur fjölmiðla og fjölmiðlamanna, margir hverjir tengdir hinni svokölluðu Alt-Right hreyfingu hafa á undanförnum vikum og mánuðum velt sér uppi úr hverjum hósta Clinton og sáð þeim fræjum að hún sé of heilsuveil til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Undir þetta hefur Donald Trump tekið og rætt ítrekað um á kosningafundum sínum.Eyddu viku í að ræða hvað gæti verið að hrjá Clinton Til þess að sýna fram á heilsuveilu Clinton hafa ýmis „sönnunargögn“ verið verið sett fram og ber þar helst að nefna hóstakast Clinton á samkomu stuðningsmanna sinna, myndir af henni þar sem sést að hún fær hjálp við að labba upp stiga og svona mætti lengi telja. Þáttastjórnandinn Sean Hannity á Fox News sjónvarpsstöðinni eyddi meðal annars heilli viku í að greina, ásamt hópi lækna, hvað gæti mögulega verið að hrjá Clinton.Síður á borð við Snopes.com og Politifact sem sérhæfa sig í að kanna slíkra staðhæfingar hafa skoðað staðhæfingarnar um heilsu Clinton og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í þeim. Hingað til hafa þeir fjölmiðlar sem segja má að séu í meginstraumi bandarískrar fjölmiðlaumfjöllunar ekki fjallað mikið um þessi meintu veikindi Clinton og þá helst aðeins þegar Donald Trump, mótframbjóðandi Clinton, hefur tekið undir þær og gefið í skyn að Clinton sé ekki hæf til þess að vera forseti vegna heilsu sinnar.Sjá einnig: Clinton greind með lungnabólgu Þangað til nú en eftir að Clinton fékk aðsvif á minningarathöfn hafa allir helstu fjölmiðlar velt því fyrir sér hvaða áhrif veikindi Clinton, en hún var greind með lungnabólgu, muni hafa á framhald kosningabaráttunnar.Kemur á versta tíma Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að með aðsvifi Clinton hafi þessar samsæriskenningar skyndilega orðið að alvöru spursmáli í kosningabaráttunni og að skyndilega hafi staða hennar veikst á lykiltímapunkti í baráttunni en fyrstu kappræðurnar fara fram eftir tvær vikur. Tekið er í sama streng í umfjöllun Washington Post þar sem segir að útilokað sé fyrir Clinton og starfsmenn hennar að gera lítið úr ásökunum um heilsuleysi Clinton eftir aðsvifið í gær. Hafa bæði hún og starfsmenn hennar verið dugleg við að gera grín að þessum samsæriskenningum líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Aðsvifið komi því á versta tíma þar sem hingað til hafi ásakanirnar að mestu leyti verið innihaldslausar samsæriskenningar sem muni nú fá byr undir báða vængi.Sjá einnig: Ellefu fylkja slagurinn Umfjöllun fréttastofu AP er á sömu nótum og þar er því haldið fram að ekki sé lengur hægt að gera lítið úr ásökunum Trump um heilsuleysi Clinton. Þar er einnig bent á að Clinton muni nú eiga erfiðara með að sannfæra kjósendur um hún geti tekist á við þær líkamlegu kröfur sem felist óhjákvæmilega í því að gegna því starfi sem gjarnan er sagt vera það mest krefjandi í heiminum.Þá er einnig bent á að aðsviðið hafi átt sér stað á minningarathöfn um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Minningarathöfnin hafi verið afar mikilvægur viðburður með fjölda áhorfenda og mikilli umfjöllun en einn helsti kjarni gagnrýni Trump á Clinton er að hún hafi ekki úthaldið til þess að endast á stórum viðburðum líkt og hann sjálfur.Clinton enn sigurstranglegust Blaðamaður Washington Post bendir einnig á að afar langur tími hafi liðið þangað til Clinton var keyrð í burtu af vettvangi þangað til eitthvað heyrðist frá starfsmönnum hennar um hvað hafi orðið til þess að drífa þurfti Clinton af vettvangi. Þetta sé ekki líklegt til þess að auka traust almennings á henni. Sjá einnig: Trump skýst fram úr Clinton Að lokum er þó bent á að vel geti verið að Clinton þjáist aðeins af lungnabólgu og að ekkert stórvægilegt sé að heilsu hennar. Ekki sé þó óeðlilegt að hinn almenni kjósandi muni nú taka heilsu hennar með í reikninginn á kjördagm, eitthvað sem hann hefði síður gert ef veikindi Clinton hefðu ekki komist í hið almenna sviðsljós líkt og nú. Samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru enn yfirgnæfandi líkur á því að Clinton standi uppi sem sigurvegari í kosningunum sem fram fara í nóvember. Trump hefur þó verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og afar fróðlegt verður að sjá hvort að aðsvif Clinton og spurningar um heilsu hennar muni hafa áhrif á skoðanakönnunum næstu daga.Sigurlíkurnar byggðar á sérstöku reiknilíkani.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary fékk aðsvif á minningarathöfn Myndband náðist af því þegar hjálpa þurfti forsetaframbjóðanda demókrata inn í bíl sinn eftir að hún fékk aðsvif. 11. september 2016 20:07 Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00 Clinton greind með lungnabólgu Læknir Clinton hefur staðfest fregnirnar við fjölmiðla. 11. september 2016 22:24 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hillary fékk aðsvif á minningarathöfn Myndband náðist af því þegar hjálpa þurfti forsetaframbjóðanda demókrata inn í bíl sinn eftir að hún fékk aðsvif. 11. september 2016 20:07
Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00
Clinton greind með lungnabólgu Læknir Clinton hefur staðfest fregnirnar við fjölmiðla. 11. september 2016 22:24
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent