Grundvallarmunur Logi Einarsson skrifar 12. september 2016 10:00 Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar