Stirt milli formanns og forsætisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2016 06:30 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03