Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 13:54 Sigurður Ingi Jóhannsson fer af þingflokksfundi Framsóknar síðastliðinn föstudag en nokkrum klukkutímum síðar tilkynnti hann um formannsframboð sitt. vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44