Stuðningsmaður Rostov kastaði banana inn á völlinn | UEFA rannsakar málið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2016 14:00 Rasismi er stórt vandamál á fótboltaleikjum í Rússlandi. vísir/getty Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira