Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 12:06 Sigmundur Davíð fer bjartsýnn á Flokksþingið og inn í kosningar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44