Obama segir neitun þings skapa hættulegt fordæmi Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2016 08:21 Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00