Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 07:58 Jón Björn Hákonarson forseti Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00